Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Vatnajökulsþjóðgarður

vatnajökulsþjóðgarður var formlega stofnaður þann 7. júní 2008 með undirritun reglugerðar um þjóðgarðinn. Hann skiptist í fjóra hluta, hver með sínu svæðisráði, þjóðgarðsverði og gestastofu. Á austursvæðinu hefur Agnes Brá Birgisdóttir verið ráðin þjóðgarðsvörður. Gestastofa mun rísa stutt utan við Skriðuklaustur og eru teikningar af henni nú til sýnis á Klaustri. All margir gestir voru viðstaddir stofnun Vatnajökulsþjóðgarðsins og var ræðu Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra og Önnu Kristínar Ólafsdóttur í Skaftafelli varpað upp á vegg en síðan héldu Magnús Jóhannsson ráðuneytisstjóri og Eiríkur Björgvinsson bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs og formaður svæðisráðs hér eystra ræður. Í máli Eiríks kom fram að leitað yrði til Náttúrustofu Austurlands með vinnu við verndaráætlun austursvæðis þjóðgarðsins. Einar Bragi og hljómsveit flutti nokkur laga sinna við texta Hákonar Aðalsteinssonar er einnig las um nokkur ljóða sinna.

 

Lesa meira

Dagur hinna villtu blóma

thumb_blaklukkaDagur hinna villtu blóma verður næstkomandi sunnudag 15.júní. Þann dag gefst fólki víðsvegar um land kost á að fara í uþb tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds og fá um leið leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.
Ekki þarf að tilkynna þáttöku, heldur mæta á auglýstum stað á réttum tíma.
Starfsmenn frá Náttúrustofu Austurlands verða til taks á Egilsstöðum í Neskaupstað og á Fáskrúðsfirði.
Mæting
í Neskaupstað á bílaplaninu úti í Fólkvangi hjá vitanum kl 10. Á Egilsstöðum er mæting á bílastæðinu við Selskóg kl 10 og í Hjaltastaðaþinghá, Fljótsdalshérað. Mæting á Unaósi kl 14. 
Á Fáskrúðsfirði er mæting á tjaldstæðinu kl 19.
Nánari upplýsingar um Dag hinna viltu blóma má sjá hér

Blikakolla á Norðfirði

thumb_1_aedur_a_hreidriÍ lok maí síðastliðinn tilkynnti Þorgeir V. Þórarinsson æðarbóndi á Norðfirði um  einkennilega útlitandi æðarfugl í landi Borga á Norðfirði.  Fuglinn lá á eggjum og var  hinn spakasti.  Jón Ágúst Jónsson frá Náttúrustofu Austurlands fór og skoðaði fuglinn ásamt Þorgeiri og tók meðfylgjandi myndir. 
Myndirnar voru bornar undir ýmsa fuglasérfræðinga bæði hjá stofunni og víðar og þótti fuglinn athyglisverður fyrir þær sakir að hann bar úlitseinkenni bæði kollu og blika. 

Lesa meira

1.bekkur Nesskóla færir Náttúrugripasafninu í Neskaupstað 2 laupa að gjöf

thumb_1bekkur_laupur 044Þann 28.maí gáfu 1.bekkingar Nesskóla Náttúrugripasafninu 2 laupa (hrafnshreiður) sem þau höfðu unnið að í vetur. Krakkarnir söfnuðu greinum, ull og alls kyns glitrandi dóti og útbjuggu laupa úr því. Eins og flestir vita eru hrafnar bæði hrekkjóttir og þjófóttir og er samsetning hreiðursins háð því hvaða efni hann finnur í grennd við hreiðurstæðið.

Lesa meira

Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað sameinast um rekstur Náttúrustofu Austurlands


thumb_samningur handsaladurÞann 27. maí var undirritaður samningur milli Fjarðabyggðar, Fljótsdalshéraðs og umhverfisráðuneytisins um framhald rekstrar Náttúrustofu Austurlands. Stofan er elst sjö starfandi náttúrustofa á landinu, stofnuð árið 1995. Sveitarfélagið Neskaupstaður, nú hluti Fjarðabyggðar, hafði frumkvæði að stofnun hennar. Höfuðstöðvar stofunnar eru í Neskaupstað, en einnig er rekin starfsstöð á Egilsstöðum. Náttúrustofan hefur það að markmiði að efla þekkingu á náttúru Austurlands.

Lesa meira

Grátrana í Vöðlavík

thumb_gratrana2Tilkynning barst frá  Gísla H Guðjónssyni og Jóhönnu  Lindbergsdóttur um að sést hafi til Grátrönu í Vöðlavík helgina 23-25 maí 2008.

Grátrana er stór fugl og glæsilegur hæð 110-120cm og vænghaf 220-245 cm.
Grátranan kom nálægt húsinu sem fólkið dvaldist í, en var stygg og flaug þegar hún varð manna vör.

Ef þið eigið leið um svæðið og verðið vör við hana væri gaman að fá nánari fréttir af því netfangið okkar  er  na[hjá]na.is og sími 4771774

 


  (Teikning: Steen Langvad, úr Fuglar á Íslandi og öðrum eyjum í Norður Atlantshafi)

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir