Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314
  • Fréttir

Staða GPS-kúa í apríl lok 2021

Gps HreindýrNú styttist í burðinn og það sést greinilega á ferðum GPS-kúnna sem eru með staðsetningartæki um hálsinn.

Staða GPS-kúnna 26. apríl 2021.
Hér skulum við skoða nokkrar þeirra, byrja syðst og fikra okkur svo norðureftir.
12 Steina: Gekk á Breiðamerkursandi í vetur en er nú komin inn fyrir Reynivelli/Fell suður af Gabbródal NV Hólmafjalls.
13 Vök: Gekk í Hvannadal V Steinavatna í mest allan vetur en brá sér síðan yfir á Kálfafellsdal í smá tíma. Er nú aftur komin í Hvannadal hvar menn geymdu naut forðum og hugsanlega fór hún þangað eftir Nautastígnum.
14 Fluga: Gekk á Mýrum í vetur en er nú norðarlega á Viðborðsdal á leið í Gæsadali eins og í fyrra.
3,1 Gulla og Hreiða: Báðar komnar inn á Fljótsdalsmúla, Gulla gengið í Norðurdal í vetur en Hreiða gengið eingöngu í Fellum frá því hún var fönguð í mars í fyrra og þar til hún snaraði sér upp á Fljótsdalsheiði í byrjun mars 2021 (sjá myndir).

 
Hreiða 2.maí 2020, nýborin við Hreiðarstaði í Fellum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hreiða 2. maí 2020, nýborin við Hreiðarstaði í Fellum.

Hreiða 13.september 2020 upp af Freysnesi í Fellum.
Hreiða 13. september 2020 upp af Freysnesi í Fellum.

Hreiða 13.4.2021 á Fljótsdalsheiði

 

 

 

 

 


 

 

Hreiða 13.4.2021 á Fljótsdalsheiði.

7 Lína2: Var endurmerkt á Fljótsdalsheiði í mars 2021 og er nú við Tungusporð innst í Hrafnkelsdal og mun líklega halda inn á Vesturöræfi á næstunni.
2 Yxna: Fönguð á Öxi í mars 2021 og er nú á Flatarheiði upp af Suðurdal Fljótsdals á inneftir leið.
6 Katla: Katla fönguð við Ketilstaði á Völlum í mars í fyrra. Þá hélt hún til Í Reykjadalnum í Mjóafirði um burðinn og er nú stutt vestan Reykjadals.
9 Lilja Ormur: Fönguð í Eiðaþinghá í mars 2021 en er nú innst í Borgarfirði eystra. Líklega á leiðinni yfir í Húsavík til að bera.
4,5,8 Arna, Vopna2 og Sigga: Allar nú á svipuðum slóðum á Kverkártungu inn af Bakkafirði. Reiknað með að þær gangi þar suður af í maí.

Nýir austfirðingar

IMG 7697Árið 2020 komu 7 kvenkyns títur í fiðrildagildruna í Neskaupstað, allar komu þær í síðustu tæmingu í haust. Ein karl títa kom í gildruna í fyrra og ein árið 2019. Hafa títurnar nú verið greindar og eru þetta krummatítur (Pachytomella parallela) og eigum við því von á punkti á kortið hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Krummatíta er ekki mjög áberandi í íslenskri náttúru og er útbreiðsla hennar hérlendis bundin við suðvesturhornið og telst því ekki sjaldgæf þar, tegundin hefur þó einnig fundist í Eyjafirði og nú á árið 2019 og 2020 á austurlandi.

Krummatíta er smávaxin og lætur lífið yfir sér, lífshættir hennar eru lítt þekktir en hún finnst í ýmiskonar þurrlendi úti í náttúrunni, jafnvel í blómabeðum og meðfram húsveggjum. Hún er langmest á ferðinni í júlí og ágúst en finnst þá alveg fram í september. kvenkyns títurnar sem komu í ljósgildruna í Neskaupstað eru þó utan þess tíma eða í vikunni 5-12.nóvember 2020

Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands má lesa meira um Krummatítur

7.Pachytomella parallela

Margrét Gísladóttir ráðin til Náttúrustofu Austurlands

MargretMargrét Gísladóttir hefur verið ráðin til Náttúrustofu Austurlands, en sautján sóttu um starf sem auglýst var í nóvember síðast liðinn. Margrét er jarðfræðingur að mennt og starfaði áður sem landvörður á hálendinu norðan Vatnajökuls. Sérsvið hennar er umhverfisjarðfræði, þá helst umhverfis-og loftslagsbreytingar en hún hefur vítt áhugasvið sem teygir sig inná marga anga náttúrufræðinnar, þá einna helst gróðurfar og náttúruvernd. Margrét hóf störf 16. febrúar og við bjóðum hana velkomna til starfa.

Náttúrustofu Austurlands flytur í nýtt húsnæði

Náttúrustofan flytur

Náttúrustofa Austurlands hefur nú flutt aðalskrifstofu sína í Múlann, að Bakkavegi 5 í Neskaupstað.
Náttúrustofan hefur frá árinu 1999 haft aðstöðu í húsnæði Verkmenntaskóla Austurlands með Matís (áður Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins) og fleiri fyrirtækjum og einstaklingum. Eftir góðan tíma þar taka nú við spennandi tímar í þessum nýja klasa.


Múlinn er samvinnuhús þar sem nokkur fyrirtæki og stofnanir koma saman á einum stað. Samvinnufélag útgerðamanna í Neskaupstað SÚN stendur að baki Múlanum, en búið er að gera  upp eldri byggingu og byggja myndarlega við það húsnæði sem áður hýsti verslunina Nesbakka og þar áður útibú Kaupfélagsins Fram.

Auk Náttúrustofunnar verða í Múlanum starfsstöðvar  Matís, Austurbrú, Deloitte, Stapa, Origo, Advania, Nox Health, MAST, Hafró og mögulega fleiri.

 Við erum spennt fyrir nýjum breytingum á sama tíma og við kveðjum sambýlinga okkar í Verkmenntaskóla Austurlands með söknuði.

frettflutningur

  • 1
  • 2

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir