Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314
  • Fréttir

Hreindýrakvóti ársins 2023 - opið samráð

2023 Opiðsamrað

Tillögu um hreindýrakvóta ársins 2023 má lesa hér

Einungis er tekið við skriflegum athugasemdum við kvótatillögu Náttúrustofu Austurlands

(ekki er tekið við athugasemdum í gegnum síma) og skulu þær berast stofunni fyrir miðnætti
25. nóvembers 2022 með eftirfarandi hætti:
1. Í tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. – vinsamlega hafið fyrirsögnina „kvóti 2023“
2. Í skilaboðum (messenger) til Náttúrustofu Austurlands á Facebook
3. Með því að skrá inn í form í gegnum heimasíðu Náttúrustofu Austurlands smellið hér. 
4. Bréfleiðis á Náttúrustofu Austurlands, Tjarnarbraut 39b, 700 Egilsstaðir

Náttúrustofuþing og ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands sameiginlegur

20220928 154708 rþÞann 28. september sl. fór fram tímamótafundur í Borgarnesi þegar Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur sameinuðu ársfund NÍ og náttúrustofuþing.
Fundinn ávörpuðu Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Eydís Líndal Finnbogadóttir forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands og Líneik Anna Sævardóttir stjórnarformaður Náttúrstofu Austurlands. Í erindi Líneikar kom m.a. fram að þó samstarf stofnanna sé markað í lögum er ekkert sem nær utan um það mikilvæga tengslanet starfsmanna sem er grundvöllur samstarfs.  Á náttúrustofunum 8 um land allt starfa alls um 50 manns, mest megnis náttúrufræðingar, sem er svipaður fjöldi og starfar á Náttúrufræðistofnun Íslands. Ljóst er að náttúrustofur hafa mikilvægt samfélagshlutverk í dreifðum byggðum sem felst m.a. í að auka þekkingu á náttúru, styrkja innviði og hækka menntunarstig.
Í kjölfar ávarpa voru flutt áhugaverð erindi starfsmanna NÍ og náttúrustofa. Fulltrúi Náttúrustofu Austurlands var Rán Þórarinsdóttir sem fjallaði um rannsóknir sínar á burðarsvæðum hreindýra á Snæfellsöræfum sem ná aftur til ársins 2005. Hægt er að lesa um niðurstöður rannsóknanna hér.

Trítilblaka

20221027 110310

Leðurblaka barst til Náttúrustofu Austurlands í vikunni, fannst hún um borð í skipi á veiðum í Rósagarðinum nokkuð djúpt SA af Íslandi fyrir um það bil viku síðan. Skipverjar náðu að fanga hana lifandi en var hún í andaslitrunum þegar komið var að landi. Um er að ræða leðurblöku af tegundinni trítilblaka (Pipistrellus nathusii). Sú tegund hefur fundist hér á landi nokkru sinnum, en aðalheimkynni hennar eru austanverð Evrópa. Er þetta í fjórða skipti frá árinu 2014 sem Náttúrustofa Austurlands fær tilkynningu um leðurblöku.

Á Náttúrugripasafninu í Neskaupstað má sjá uppstoppaða trítilblöku einmitt þá sem barst til okkar árið 2014.

20221027 110405

Fríða Jóhannesdóttir spendýrafræðingur ráðin til Náttúrustofu Austurlands 

Frida   webbFríða Jóhannesdóttir doktor í vistfræði og þróunarlíffræði hóf störf á Náttúrustofu Austurlands nú um miðjan september.  Fríða hefur 15 ára reynslu af rannsóknum á spendýrum og öðrum dýrum víðs vegar um heiminn þar sem hún hefur að mestu velt fyrir sér hvernig dýr bregðast við breytingum á umhverfi með fjölbreyttum aðferðum. Hún hefur m.a. starfa við rannsóknir á erfðamengi íkorna í Bandaríkjunum, við hegðunarrannsóknir á leðurblökurm á Mallorka, safnað sýnum af ýmsum smáum spendýrum á Borneo og rannsakað húsamýs á Íslandi. Við bjóðum Fríðu velkomna til starfa. 

Björgum fýlsungum

Screenshot 2022 09 13 084230

Fuglavernd varar við fýlsungum við Suðurlandsveg ,  á heimasíðu þeirra eru leiðbeiningar um hvernig folk á að bregðast við til að bjarga þeim.

https://fuglavernd.is/tegundavernd/fylar-og-fylsungar/

Það er víðar en á Suðurlandi sem fólk keyrir fram á fýlsunga sem alltof oft lenda fyrir bílum. Einn slíkur var við Eyjólfsstaði á Völlum og lét Gréta Ósk Sigurðardóttir á Vaði í Skriðdal Náttúrustofu Austurlands vita.
Brugðist var skjótt við og fuglinn fangaður í vegkantinum og fékk hann síðan far á Reyðarfjörð þar sem honum var sleppt eftir að hann var merktur.
Náttúrustofan fagnar átaki Fuglaverndar en upplýsingar þar um má finna á heimasíðu þess svo og á meðfylgjandi veggspjaldi.

x010    306160113 366013085731922 2850540159427896401 n   

306329052 756013745627970 3558108709711312400 n

    x021

Zdenek Siroký umhverfisverkfræðingur ráðinn til Náttúrustofu Austurlands

Zdenek starfsmannamynd
Zdenek Siroký umhverfisverkfræðingur (M.Sc.) hóf störf á Náttúrustofu Austurlands nú í byrjun september.
Hann lærði umhverfisverkfræði við Lífvísindaháskóla í Prag og hefur m.a. starfað við úrvinnslu og greiningu landupplýsinga tengt umhverfismálum og náttúrufari ýmiss konar, t.a.m. í Krkonošského þjóðgarðinum í Tékklandi. Þar sinnti hann m.a. greiningum á heimasvæðum hjartardýra með úrvinnslu GPS staðsetninga og á útbreiðslu ágengra tegunda. Jafnframt hefur Zdenek þekkingu og reynslu af fjarkönnun og notkun flygilda við vettvangsrannsóknir.
Við bjóðum Zdenek velkominn til starfa.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir